<$BlogRSDUrl$>

29 febrúar 2004

að vinna og vita að maður hefur lagt sig 100% fram gerir sigurinn enn sætari. að tapa er freaking helvíti en að vita að maður lagði sig allan fram slær aðeins á samviskubitið. þeir sem þekkja til vita að andvökunæturnar og magasárið er vegna þess að að hjartað og hugurinn er til staðar fyrir liðið mitt.
síðar
hrefna döggTIL HAMINGJU MEÐ DEILDARMEISTARATITILINN SNÆFELLINGAR

gæti flogið á gæsahúðinni slík var stemmingin í fjárhúsinu í hólminum í kvöld.

28 febrúar 2004

fleiri myndir af greatest tjikks in town ;) leikurinn búinn, vorum ekkert að skora mikið minna en í fyrri leikjum en fengum of mörg stig á okkur. en maður er alltaf að læra... nú er það bara flottheit hjá elínu sem varð tvítug á miðvikudaginn... til hamingju með daginn elzka!
síðar
hrefna dögg

27 febrúar 2004

enn þynnist hópurinn hjá ír - við verðum 6 úr liðinu í leiknum gegn grindavík á morgun og fáum andreu lánaða úr sínum yngri flokk... hingað til höfum við ekkert verið að stela þrumunni með fullskipað lið svo þetta veit ekki á gott. spurning um að "labba í svefni", detta og snúa á sér ökklann... er eiginlega ekkert viss hvort sé betra fyrir mannorðið að fara í leikinn og bera hluta af ábyrgðinni á tölunum sem gefa úrslitin til kynna eða bara hreinlega mæta ekki vegna þess að við náum ekki í lið...
tjah
hrefna dögg

24 febrúar 2004

jó.. var bara í því að hafa það gott í dag, ég meina saltkjöt og baunir... dagurinn gat bara ekki klikkað... ekki rétt hr? nokkrir hólmarar komnir til að kynna sér vistarlífið á akranesi en erna, auður og vera eru komnar til að taka þátt í undankeppninni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna... það fylgja þeim auðvitað nokkrir föngulegir herramenn sem þykjast vera rótarar ;) en allavega, þeim gekk svaka vel á generalprufunni og ég hlakka til að heyra í þeim á morgun. hrefnan ætlar svo að syngja djúsí joni mitchell með glæparappsgenginu mínu (hehe.. vantar bara heiza íða) meðan diddú, pétur óðins og félagar í dómnefndinni velja úr keppendum. jáh ég reyndi síðan að horfa á einhverja skelfilega hryllingsmynd en eins og allir vita sem þekkja mig eitthvað gekk það ekki mjög vel og ég var farin yfir að biðja bænirnar eftir uþb 2 mínútna áhorf á wrong turn (!) ætli dagurinn endi ekki á nokkrum kviðæfingum svo ég verði ekki eins og þessar hehe.. það er náttla glenz framundan og svona... ;)

síðar
hrebnaaa
hann á afmæli í dag, hann á afmæli í daaaaag
elskaði sindrinn minn til hamingju með daginn
vonandi áttu alveg excellent afmælisdag eins og haldið yrði upp á hann hérna heima ;)
og btw þú ert fæddur á ári apans honí... sem er gott miðað við þá staðreynd að ég er fædd á ári freaking rottunnar
en anyway knúsar, kossar og kremj

and i dreamed i saw the bombers
riding shotgun in the sky
and they were turning into butterflies
above our nation

döggin

23 febrúar 2004

á einmitt merkilega góðar sögur af puttaferðalögum mínum frá fyrri tíð hehe..., læt þær etv fljóta með þegar mamma er hætt að nenna að lesa bloggið mitt ;) og já; klassavika framundan, stelpan að fara að syngja old school woodstock fyrir fjölmenni, árshátíð, elín verður tvítug og fleira og fleira... fylgist með í næsta þætti ;)

dvel ég í draumahöll og dagana lofa
döggin
jebb.. hinu mikla málleysi mun nú vera lokið.. ss engar massífar fréttir,.. þær helstu eru þær að ég fór heim í hólm yfir helgina, hitti fjölskylduna, allt það góða fólk sem sækir narfeyrarstofu og gamla góða 84 stelpu crewið ... mmm það er svo excellent ;) stefnum á frekari endurfundi.
hélt svo jólin og opnaði pakkana frá ameríska bróður mínum hann kann svoo að velja fyrir systur sína. thx hon.
héldum í höfuðborgina í kvöld. leikur við njarðvík í kvöld. vildi ekki betur til en svo að bíllinn sprakk á leiðinni, mafían rétt slapp við alvarleg meiðsli svo við húkkuðum okkur far á leikinn (afhverju kemur mér ekkert á óvart lengur...) vorum bara 6 stigum undir í hálfleik en skitum sæmilega á okkur í þeim seinni og leyfðum andreu gaines að innleiða fangelsisreglur frá ameríkunni svo hún tók sig til og setti sæmileg 32 kvikindi allt í allt.... bastard...
en anyways... bið ykkur endilega að hvetja heiza til að búa til kvikmynd og semja glæparapps tónlist inn á hana til að gefa mér í afmælisgjöf þegar ég verð tvítug ójá ójá...
er búin að komast að því að horrorinn sem hefur fylgt þessu tímabili er eingöngu til að búa alla leikmenn mfl kv hjá ír undir glæstan og blómlegan frama í boltanum... can´t wait ;)
en annars bara lifið í friði og haldið því raunverulegu...

saltkjöt og baunir, túkall
hrebnaaaa

20 febrúar 2004

ég varð svo ekki fyrir vonbrigðum með drengina á grandrokk í gærkvöldi.. þeir voru alveg excellent (eins og allt annað sem mér finnst gott og göfugt þessa dagana), paparnir verða á árshátíðinni, ég er komin í vetrarríkið og búin að velja kjól fyrir glenzið í næstu viku... já já já... la vie est belle...
er annars algerlega orðlaus
það kemur frekar sjaldan fyrir
best að njóta þess... ;)
hrefnan

19 febrúar 2004

jiis... og meira af draumum um plötur og plug. allir sem máli skipta verða á grandrokk í kvöld þar sem böndin raw material og panil munu leika fyrir dansi; léttum valsi eða jafnvel cha cha cha :) undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna er í næstu viku og þar ætlar stelpan vonandi að troða upp, svona sem entertainment á meðan dómararnir gera upp hug sinn um þá söngvara sem eru actually að keppa um að komast áfram. það eru svoooo miklir eðalmenn að spila undir að ég var alveg dæing að fá að vera með..., annars er bara næst á dagskrá að skemmta eldri borgurum á akranesi og halda áfram með $#"%# raddæfingarnar
... það er samt svo gott að vera byrjuð aftur...
úúúúúú-do-re-mí-aaaaaa-fa-so-la-eeeee-tí-do
hrefnaaaa
alveg excellent dagar. var að vinna í eldhúsinu hjá agli í allan gærdag, það getur auðvitað ekki klikkað. fva var að halda stærðfræðikeppni fyrir 300 grunnskólakrakka af vesturlandi og þau voru öll í mat: pitsu, franskar og gos.
góð golden móments gærdagsins á egill:
>stelpa: get ég fengið vatn? ég drekk ekki svona sykursull.
>egill: já hvað viltu mikið vinan, 10 lítra, 20 lítra?
>stelpa: já það væri fínt (?)...
stuttu síðar birtist egill með 10 lítra fötu fulla af vatni og rör og réttir aumingjans stelpunni.
**** alveg fjórar stjörnur fyrir þetta múv

og einn lítill (actually lítill) gutti úr 8. bekk:
>gaur: get ég fengið aðra dós af gosi?
>ábyrgðarfull húsmóðir á fertugsaldri sem vinnur í mötuneytinu: nei, því miður. bara ein dós á mann.
>gaur: get ég þá fengið þig í eftirrétt?
***** HAHAHA...hvað ertu eiginlega gamall?, gaurinn rústaði agli alveg í þessari keppni...

ég held að sixpackið hefur aldrei verið jafn greinilegt eins og eftir hlátursköst gærdagsins.
síðar
hrefna dögg

17 febrúar 2004

heilsa öllum hér á þessum Drottins degi, sem btw er bæði afmælisdagur hjá ekki ómerkara fólki en berglindi systur minni ('93) og michael jordan ('63)...jájájá, dagur til að gleðjast :)
það er aldeilis allt að gerast í skólanum, sjónvarpið var hér með tökulið í allan morgun, dýfukeppni á sal í löngu frímínútunum og árshátíðin er svo á næsta leiti, strákarnir eru farnir að huga að stað til að koma saman og ég er farin að pússa dansskóna..

eva átti golden móment gærdagsins þegar hún ræddi við nöfnu sína í hita leiksins:
anna maría kef drottning: kemur ekki til greina að þú farir að fá villu á þetta helv.. #"$$#%#
eva maría: nei, eflaust ekki...mar er ekki kominn í royal family ennþá!

þangað til síðar
hrefna


15 febrúar 2004

bróðir minn er actually að játa það hér afhverju krummi greyið er látinn... þeas. hann er í raun bara búinn að vera í dauðateygjunum síðan að guðlaugur þóttist vera david coulthard í vatnaleiðarbrekkunni. spurning um að láta hann senda sér einn af þessum 7 bílum eða eitthvað sem eru á heimilinu hans í ameríku! rifjaði upp gömul og vel æfð handtök á narfeyrarstofu í gærkvöldi, bara endalaus hamingja og skemmtilegt fólk... að vísu vantar ennþá punktinn yfir i-ið, en ég treysti á það að björg haldi í hólminn að nýju fyrir sumarið, er það ekki sweet sister? heyrði í indriða , var eitthvað að hafa áhyggjur af því að hann væri ekki að plumma sig án mín í ríki hinna hjólbeinóttu en þetta gengur bara ágætlega hjá honum enda kenndi ég honum allt sem hann þarf að kunna:
hvordan har du det min kære margret thorhildur?
jeg tror dine öjne er meget smukke min kære margret thorhildur...

svo er bara að bíða og sjá...
síðar
hrefna

ps:
eiki önundar: það eina sem ég heyrði úr stúkunni var bara "snæfell - snæfell", það heyrðist ekkert í þér hrefna mín!
hrefna:...tjah.. heh.. hm..skoh...(smá roðn)..hjerna, þetta var ég allan tímann (ræturnar maður, ræturnar)...:/
snæfell - ír kl 1915
it´s not about where you´re at - it´s where you´re from
hrefna

14 febrúar 2004

púm púm tjah!
er ég ekki búin að vera að æfa 5-6 sinnum á viku í allan vetur... hvernig stendur þá á því að ég geti varla gengið eftir skitið framhaldsskóla-leikfimi-próf sem tók samanlagt aðeins 90 sekúndur? maður ætti auðvitað ekki að vera að segja frá þessu á opinberum vettvangi...
annars var einhver þrítugur kínverji að fá "heiðursnafnbótina" ljótasti maðurinn. hann fékk lýtaaðgerð í verðlaun, spurning hvort pabbi hans fylgi í kjölfarið og þeir færi heimiliserjurnar í kínverska sjónvarpið? (er fólki actually ekki viðbjargandi?)
stórleikur í morgun snæfell - ír. ég er svo fegin að stúkan hérna heima í hólmi er ekki tvískipt eins og í seljaskólanum þar sem ír ingar sitja öðru megin og útiliðið hinu megin. hérna mun ég bara sitja á mínum stað, klappa fyrir góðum tilþrifum og halda með liðinu sem vinnur.. ahhh... easy.
ameríka vill ekki sleppa bróður mínum, ég er ss ekki hissa enda er hann drengur góður en skólinn hans er víst búinn að bjóða honum áframhaldandi vist í ameríkunni, húsnæði, körfubolta allan sólarhringinn, skólagjöldin og alles. spurning hvort hann velur sólina í ameríku fram yfir rok og rigningu, háa húsaleigu og strætóferðir með hrefnu sinni í reykjavík í haust? já mar spyr sig ;)
en ég er komin í sveitina. það er best.
síðar
hrefna dögg

12 febrúar 2004

í kína átti að frumsýna "the vagina monologues" eftir e. ensler og var markmiðið með sýningunum m.a. það að afla fjár fyrir samtök sem berjast gegn heimilisofbeldi í kína. um daginn var leikritið bannað og er ástæðan talin vera sú að stjórnvöld telji verkið ekki hæfa miðað við ástandið í landinu... what a heck!... á maður að skilja það þannig að öllu illu hafi verið útrýmt í kína og landið þurfi ekki á svona upplýsandi leikriti að halda.... afhverju efast ég um það... verst að maður er of upptekinn við að koma sjálfum sér áfram á neysluhraða nútímans að maður gefur hvorki tíma sinn, vinnu né peninga í það litla sem maður gæti þó gert í baráttunni við óréttlætið... og það er ekki eins og maður þurfi að byrja á því að breyta heiminum, ætli það séu ekki fjöldinn allur af svöngum börnum og illa klæddum útigangsmönnum sem mætti byrja á að fæða og klæða... ...en ég er að æfa körfubolta í staðinn fyrir að vinna fyrir amnesty international, læra að syngja fyrir fjárhæð sem gæti gert 70 börnum í indlandi kleift að fá grunnmenntun eins og læra að lesa og skrifa og ergi mig út í að hafa þurft að dröslast í strætó í rvk en horfði svo á mann sem gekk um berfættur eftir sæbrautinni...
friður
hrefna dögg
afhverju var ég ekki búin að fara fyrr að sjá dúndurfréttir?... endalaus schnillllllld!

10 febrúar 2004

meðlimir hólmaramafíunnar eru dramadrottningar ársins!
mamma og pabbi voru að koma upp í kvöld svo að ég ætlaði að sækja þau um miðnætti til kef. restin af mafíunni ætlaði því að koma daejanum í gang (sem btw er rafmagnslaus niðrí bæ!) til að komast heim af æfingu á skikkanlegum tíma, við vorum búnar að fá gumma til að lána okkur kapla og svona en nei! bíllyklarnir finnast ekki... ég er ekki að grínast þeim hefur actually verið stolið og daihatsuinn er núna sýningargripur á "eignir fræga fólksins" safninu í ny, en þangað er för mafíunnar einmitt heitið þegar hagurinn vænkast og grasið grænkast... tjah grænkar, en allavega eftirminnilegur dagur fyrir margra hluta sakir...

ég er búin að komast að því að ég get ekki lengur neitað mínu "innra sjálfi" svo hér eftir mun ég bara setja upp ferrari hjálminn og hanskana í hvert skipti sem ég keyri bíl!

og á morgun stefna ír ingar á stórsigur á kr ingum í dhl höllinni, ír ingar eru að vísu með brotnar árar í þungum róðrinum en tissh... það eru náttla bara smámunir múhahahaha

hrefna schumacher

09 febrúar 2004

byrjum á slæmu fréttunum (því maður man bara það sem mar les síðast og það er betra að hafa þa gott)

1. keflavík eru tvöfaldir bikarmeistarar í körfubolta... 2. ír honeeeyz beiluðu algerlega þar sem þær eru allar svo harðgiftar að þær voru margar hverjar farnar heim að "sofa" fyrir miðnætti á lau. 3. félagar mínir þeir guðjón og eysteinn hjá ríkislögreglunni sáu ástæðu til að vera að þvælast fyrir mér... eins og gamlir menn á ómerktum grænum station bíl, þar sem ég var á heimleið úr höfuðborginni í morgun...(þeir voru í felulitunum...er etta löglegt sindri?) og það sem meira er, þeir hafa ákveðið að rukka fátæka námsmanninn um restina af yfirdráttarheimildinni %&/$#%#...

en góðu fréttirnar eru fleiri og vega þyngra
1. ég tengi keflavík frekar við það að fara erlendis... 2. þegar ír honeeeyz beiluðu þá vildi svo frábærlega til að bára klára var búin að bjóða í partý og stelpan þvældist því með skagamönnum restina af kvöldinu og þeir klikka aldrei, áfram ía 3. þegar ég hef unnið mér inn peninga, heiður og völd þá get ég borgað upp yfirdráttinn, ferðast um í þyrlu og þarf aldrei framar að hafa áhyggjur af ofsahraða sektum.

kremj helgarinnar fá guðjón og eysteinn fyrir að vinna vinnuna sína. #$%"%#"
knúsar helgarinnar fá halla og elín fyrir að vera bestu grammyverðlaunapartýhaldarar sem sögur fara af. thx ***

en annars bara love to live og live to love
síðar
döggin

ein mestu trúarbrögðin á mínu heimili er enski boltinn. pabbi sat á rúmstokknum hjá okkur systkinunum í gamla daga, las með okkur faðir vorið, fór síðan yfir leikmannalistann hjá man.utd og talaði um stöðuna, spárnar og nýjustu sóknarvopn fergusons og raulaði svo fyrir munni sér:

ó man júnæted þú ert liðið besta
ég fyllist lotningu gagnvart þér
því þar er kappanna valið mesta
og knattspyrnan sem þið sýnið mér

síðla sofnuðum við systkinin og svifum á vit drauma þar sem við hittum cantona og schmeichel bauð okkur ís á sunnudögum. þetta skilaði fínum árangri, við systkinin styðjum öll "rétta liðið" og pabbi er sáttur... en nú er fjölskyldunni ekki við bjargandi - mamma hefur snúið við okkur baki! mamma klæðist nefnilega ekki lengur rauðu heldur finnst henni blátt fara sér betur og tilkynnti mér þessa uppgötvun í gær... heimtaði að pabbi kæmi með sér á chelsea leik og er búin að kaupa sér treyju... já svo bregðast krosstré sem önnur tré...:) annars eru hjónakornin bara ástfangin og frelsinu fegin úti í london að skoða gamalkunnar slóðir.

hrefna ferguson

05 febrúar 2004

púm púm tjah...as my sweeeet sister says. skúli þjálfari er búinn að vera veikur svo ég skellti mér á æfingar hjerna heima með yngri 10. fl hjá ía í staðinn...svona aðeins til að halda manni við...eða það hélt ég... þar til að ég kom másandi og blásandi með blóðbragð í munninum útaf æfingu,..ánægð með þetta, sé mest eftir því að hafa ekki farið fyrr í vetur...ég væri orðin maraþonhlaupari. kíktum á efri hæðina í gær; gaui, reynir, sturla, erla, balli, elvar, sibbi, salóme... og fleira gott fólk bara svona rétt til að ræða heimsmálin og hafa það kózí. annars er stefnan að halda til höfuðborgarinnar og dvelja þar fram yfir helgina. brjálað plan í gangi; frænkukvöld, bikarleikur, skautaferð, búðarráp, glenz a la mafia og ekki minna glenz hjá ír honeeeyz, grammy kvöld hjá krotzny og svo bara tjill tjill tjill
hrefna
jáhá... þetta er allt að gerast. það snjóar á akranesi!, já þið lásuð rétt.. þegar ég vaknaði fersk og spræk í morgunsárið (yeah right),,tilbúin að láta draumana rætast í dag þá var bara allt á kafi í snjó! og það hefur held ég ekki gerst síðan ég flutti hingað á skagann... svo ég hljóp auðvitað eins og ég ætti lífið að leysa út í skóla til að ná strákunum út í snjókast... en nei... þeir kunna það hreinlega ekki!... það kemur nefnilega svo sjaldan snjór á akranesi að skagamenn kunna hvorki að hnoða kúlur né byggja snjóhús og aðeins þeir sem búa á neðri skaga hafa rennt sér á snjóþotu því að þar er brekkan í bænum og þegar gæjarnir voru litlir strákar í grundaskóla og sá stórviðburður gerðist að hægt var að fara í snjókast, þá átti maður að spyrja um leyfi áður en kúlunni var hent í fórnarlambið!.... en no offence guys... þið hafið sólina, lognið og sementstrompinn...!
hrefna

04 febrúar 2004

jebb gat þetta alveg sjálf... tek við hamingjuóskum í nýja kommenta dálkinum sem ég btw setti líka inn á eigin spýtur...

síðar
hrefna tölvunörd dauðans
þeir sem hafa gengið í fva vita að ef maður missir eitthvað í salnum þá eru góð ráð dýr...og best væri að geta sokkið niður í jörðina áður en að dynjandi lófatakið byrjar og maður roðnar og blánar af skömm... hehe... þessi dagur er búinn að vera alveg ótrúlegur... það var einhver borgnesingur sem varð fyrir því óhappi að hrinda djúsvélinni um koll í mötuneytinu (hvernig fór hann af því?) og 30 lítrar af djúsi flutu um öll gólf...valdi varð rennblautur frá toppi til táar af því að hann stóð svo nálægt ósköpunum, vélin er ónýt og egill fjúríus... guttinn sem olli þessu öllu saman fékk sinn heiður þar sem hver og einn einasti nemandi sem var staddur í salnum stóð upp og klappaði ákaft... heppinn?... ég veit ekki
núna seinni partinn var svo hannes snillingur þorsteinsson að fræða efnafræðinema um smjörsýru... hm...sjálf hef ég verið í ófáum tímunum hjá nesa félaga mínum og hann er oft frekar kærulaus með efnin.. en allavega...sem stendur er ekki mönnum bjóðandi að fara yfir í skólann þar sem hann hellti niður smjörsýru og skólinn hreinlega angar af þeirri lykt sem fylgir sýrunni... þeir sem ekki hafa fundið hana áður reynið að ímynda ykkur blautar tuskur, gamla sokka og 3ja daga gamla ælu...

fva er komið í 8 liða úrslit í gettu betur, heldur uppi heiðri landsbyggðarinnar að þessu sinni., við munum mæta verzlingum (afhverju er ég ekki hissa!!!) þann 4. mars en það verður sent út héðan frá akranesi.

áfram fva, í blíðu og stríðu ;)
síðar
hrefna dögg

03 febrúar 2004

þessi dagur getur ekki klikkað... enginn skóli fyrr en eftir hádegi, mannúðlegt veður utandyra, ég á helling af pitsu eftir síðan við mafían heimsóttum pitsa hut í gærkvöldi, pétur óðins er búinn að bjóðast til að kalla félagana til ef mig langar að taka upp e-a tónlist, heizi er lifandi þrátt fyrir svaðilfarirnar á langjökli um helgina og það eru bara fjórir dagar í glenz a la mafia...

síðar
hrefna dögg

01 febrúar 2004

golden moment dagsins átti aj fótboltabulla:
aj: hei stelpur...eg horfði á fótboltaleik í dag.
rest af mafíu: ekki ljúga aj, það fer þér ekki vel.
aj: jú ég sá tjelsa spila við birmington....

ég bíð eftir þeim degi þegar aj verður sett á bak við lás og slá fyrir að stofna til óeirða á fótboltaleikjum...
snillingarnir sem ég er komin af... þe. foreldrar mínir geta nú ýmislegt og eitt af því sem þau gera bara býsna vel er að þau halda alveg hreint þrusugóð partý! karl faðir minn verður nefnilega fimmtugur bráðum og gömlu hjónin brugðu á það ráð að bjóða ættingjum, vinum og samstarfsmönnum til veislu á hótel stykkishólmi... og djísus... mikið vona ég að það verði svona líka klikkað stuð í tvítugsafmælisveislunni minni !!! síðustu gestirnir (og þar á meðal ég) fóru heim rétt áður en morgunmaturinn var borinn á borð á hótelinu.. og það var sungið, dansað og hleeeeeeegið!
og btw. þá fór ég í hólminn í lögreglufylgd á forsetabílnum...hvað er það bara?... vitiði að þegar ég rétti vel úr fótleggjunum (mínumlönguogvellöguðusemdragasteftirjörðinniþegarégkeyriumámótorhjólinumínu!!!) þá var samt hálfur meter í framsætið...once in a lifetime experience!

síðar
hrefna dögg

This page is powered by Blogger. Isn't yours?