<$BlogRSDUrl$>

31 mars 2004

það þýðir ekkert að kíkja á þessa síðu, þar sem sindri er svo upptekinn við að flytja að hann lætur ekki nema nánustu aðstandendur vita af sér, þeas að hann sé lifandi... (sem hann er btw), ... maður býst heldur ekki við miklu héðan því heizi hefur öðrum hnöppum að hneppa (frá?) en ljósið í andlausum bloggheiminum er halla skellibjalla

let it shine
hrefna

29 mars 2004

já langt síðan síðast
ljúf helgi að baki. snæfellsbræður komnir í úrslitin eftir 3-0 sigur á njörds á fimmtudaginn. stanslaus gleði í hólminum :)
á föstudaginn lagði mafían mínus aj leið sína í breiðholtið á zúkkunni svakalegu ( sem er óstöðvandi í meðvindi ) til að kveðja ír inga eftir veturinn, systurnar voru hressar að venju.
hrefnan varð svo tvítug á laugardaginn, bauð mafíunni, 84 crewinu og öðrum fleiri fínum dömum í ásklifið. takk fyrir mig! endalaus stórafmæli, því grandpa svanlaugur og svanlaugur jr. urðu 80 og 30 þann 28. og 27. (þessi fjölskylda plantar öllum niður á sömu dagana)
svo er alveg excellent hvað mar er orðinn fljótur að skjótast til unnar ;)

jæja nú kveður við nýjan tón þar sem stelpan situr sveitt við lærdóminn. er að sjóða saman verk um tengsl tónlistar og tungumáls... alveg meiriháttar spennandi efni, endilega tjáið ykkur; hverju skiptir íslenska fyrir tónlist og hverju skiptir tónlist fyrir íslensku?

var ekki alveg kominn tími á þetta

let it shine honeeys
hrefna

24 mars 2004

við mafían komum okkur í gírinn og skelltum upptöku af leiknum ( sneez - njar ) í tækið í gærkvöldi... oh... svo mikil snilld.. létum eins og við værum að sjá þetta í fyrsta skipti hehe ... "koma svo trooða!!".... " hei! spila vörn"... " þetta var freaking alvöru" ... fólk gat víst ekki sofið hérna í næstu herbergjum hehe... upptakan mun svo halda áfram sigurför um heiminn og næsti viðkomustaður er GA USA ...

"Ætla Suðurnesjaljónin að þau eigi möguleika hérna í grýttu Berserkjahrauninu? Hræddur er ég um að þau fari héðan loppusár, halasneypt og svöng á fimmtudag kemur." ... hreinn er auðvitað snillingur,.. meira undir /greinar/ á þessari síðu.

þar til síðar
döggin
uppselt á pixies í kaplakrika ... sem er allt í lagi þar sem ég mun vonandi berja bandið augum á hróarskeldu

hipp hipp húrra fyrir því
hrefna

21 mars 2004

góður dagur:
mikill svefn
vöfflur hjá mömmu
hægt að grípa í píanóið
excellent roadtrip hjá okkur systrum
heyrði í vinum sem eru langt langt í burtu

góðar fréttir:
ótrúlegur leikur
ótrúlegir áhorfendur
ég er farin að trúa á lukkuskeifuna hans torfa
hvaaaaaaað bara með come backið ! ! ! omg
og að lokum .... sumarið er tíminn... her kommer jeg roskilde ;)

þar til síðar
hrefna


20 mars 2004

það er alveg ótrúlegt að ef ég hætti mér sem áhorfandi á kappleiki þá kem ég þaðan út sveittari en leikmennirnir, með blóðbragð í munninum, sára lófa og púlsinn í amk 120 slögum ... og núna er ég búin að komast af því hvaðan ég hef þetta: ástkær faðir minn sem dagsdaglega er þessi ábyrgi og yfirvegaði rólyndismaður stökkbreytist í hrikalegt monster sem hvetur sína menn svo undir tekur í fjöllunum allt um kring þegar hann fer á snæfellsleiki. hann virðist eiga hvert bein í strákunum, lofar þá í hástert og myndi helst vilja bjóða þeim öllum í mat á jólunum... en allavega á snæ-njar í gærkvöldi voru svo mikil læti í honum að mamma þurfti að færa sig um sæti til þess að eiga ekki á hættu að missa heyrnina... hehe... og hann var líka kátur í leikslok enda bræðurnir að vinna mikilvægan fyrsta sigur á njarðvíkingum með bæringsson í broddi fylkingar, excellent skemmtun.
annars virðist fjölskyldan bara flýja þegar heimasætan lætur sjá sig, svo ég endaði niðrá narfeyrarstofu hjá sæa sem gaf mér að borða glaður i bragði. þetta er fólkið sem maður stólar á! annars var nú stefnan að fara til höfuðborgar vesturlands og láta dansinn duna þar í kveld en ég svaf yfir mig, missti af farinu og við nánari athugun er það kannski bara ágætt þar sem það er stór helgi framundan þar sem lokahóf meistaraflokka ír er á föstudaginn og stelpan verður tvítug á laugardaginn...
og já ég mér heyrðist á öllu að rice hefði verið sæmilegur í gær?...best ég skelli mér í sunnudagskaffið hjá ömmu hans heiza á morgun og rabbi við rice um íslenska áheyrendur og hvort það sé heizi sjálfur sem sé ástæða frábærra lagasmíða kappans, stay tuned ;)
öðlingurinn á afmæli í dag. til hamingju með daginn;)

þar til síðar
hrefna dögg

19 mars 2004

Damien Rice, Nasa, 101 Reykjavík
vs.
Snæfell-Njarðvík, Fjárhúsið, 340 Stykkishólmur
?
Þarf ekki að hugsa mig um tvisvar ... Ég held að snillingurinn Rice verði bara að hinkra ;)

17 mars 2004

til hamingju með daginn heizi minn!
og er þetta ekki grín með veðrið!... við erum að tala um að framhaldsskólanemar á skaga spássera um á pilsum eða stuttbuxum... liggja í sólinni fyrir utan skóla, eru á línuskautum eða hjólabrettum, borða ís, leika sér í snú snú...(ójá fólk að rifja upp gamla takta og margir orðnir svaka flinkir), í hakkasack, frisbie, körfubolta .... mmmmm... sumarið er svo að koma.........
döggin

16 mars 2004

já langt síðan síðast!
kef var að stela sigri frá tin... ég gæti grátið yfir því að björgvin skyldi ekki sjá allen brjóta á cook þarna undir lokin. tin áttu svo skilið að fara áfram.. en svona er boltinn og "#%&#$ suðurnesjahefðin... þeir bara tapa ekki á heimavelli. en trukkurinn er allavega glaður núna.,.. hitti hann og lúlla í pottinum fyrr í dag.. siggi þykist eiga einhverjar rætur þarna í kef en skiiiiilur bara ekki að kef í körfunni er eins og kr í fótboltanum. ef þú fæddist ekki þar þá heldurðu ekki með þeim!
en það er allavega ljóst að það verður grannaslagur milli grin og kef. síðan munu bræðurnir í sneez mæta njarðvíkingum heima í fjáhúsinu.. en þar verður njörds vonandi kennt hvernig á að leika sér með bolta að hætti vestlenskra víkinga ó já ;)


excellent ferskur gaur að auglýsa hjól sem er hannað fyrir tvo; "frábært til að gera blindum kleift að hjóla" ... aðeins 280 þús thx,.. get ekki gert að því en það flaug í gegn um hugann hvernig í fjáranum blindir ættu að fara að því að fjárfesta í slíkum grip fyrir örorkuna eða launin úr fjöliðjunni.....?

let it shine
hrefna dögg


11 mars 2004

alveg hífandi rok úti, eitthvað sem hárið á mér þarf síst á að halda ;) ferskleikinn er í fyrirrúmi, stelpan farin að vakna snemma og skúra vistina hátt og lágt meðan bára perlan sem heldur heimilinu hreinu öllu jöfnu liggur í flensu ... slapp að vísu við að þrífa upp rjómann og loðnuhrognin sem nokkrir vistarbúar slógust með á göngunum í nótt... þau lágu víst sveitt á fjórum fótum fram á morgun að þrífa eftir sig...
ráðlegg engum að fara í popppunkt, rokkpunkt, kontrapunkt (whatever) gegn sindra ... það er töpuð viðureign... er samt að hugsa um að fá manninn til að vera gestapenni og pósta einhver gullkorn úr músíkinni svona endrum og sinnum... hljómar vel... (til í það sindri?)
bræðurnir í sneez taka á móti hamri í fjárhúsinu í kvöld. ætli maður renni ekki vestur til að hvetja sína menn til dáða. áfram snæfell.
let it shine
hrefna dögg

09 mars 2004

seasonið búið svo í dag átti aldeilis að taka því rólega.. en nei aj var ekki sammála því svo hrefnan var nauðug dregin niður að jaðarsbökkum þar sem aj ætlaði í spinning og ég ÁTTI að fara að lyfta ("ljóta beyglan þín"!?!?!) nú er svo komið að ég er eiginlega bara svekkt yfir því að hafa ekki farið fyrr þar sem einkaþjálfarinn er svo fjári myndarlegur hehe ... verst er að þrátt fyrir það þá stórefast ég um úthald mitt í gymminu innan um alla þessar grænmetisætur og og ljósabekkjablondies ... þetta virðist ekki alveg vera mitt sport, afródansarar virðast vera á leiðinni upp á skaga - ég hef trú á því að rythminn sé til staðar svo það er spurning hvort mar finnur sig frekar innan um trommudansara og afrískar madömmur (?) ... dansatriðið í the mask of zorro er bara alveg klikkað! flakka á milli tímabila og fer næst í dirty dancing ;)

each day god is teaching me how i can be less of a mess - lauryn hill
let it shine
hrefna

08 mars 2004

oh man.. ég er alveg ákveðin í því að læra að dansa... var að horfa á save the last dance og núna er ekkert annað sem kemur til greina en að verða ballerína ;)

síðar
hrefna dögg
Once there was a way to get back homeward
Once there was a way to get back home
Sleep pretty darling do not cry
And I will sing a lullabye

Golden slumbers fill your eyes
Smiles awake you when you rise
Sleep pretty darling do not cry
And I will sing a lullabye

Once there was a way to get back homeward
Once there was a way to get back home
Sleep pretty darling do not cry
And I will sing a lullabye

snökt
döggin

05 mars 2004

við systur í mafíunni eigum við vandamál að stríða sem efalaust allir námsmenn hafa þurft að glíma við þ.e. háalvarlegt peningaleysi (skortir hvorki fæði né klæði... þurfum bara fleiri klæði.. nýja skó... útlandaferð... klippingu bráðlega...u know..!) en unnur systir mín sem er settled heima í hólmi, útvörður 84 crewsins á nesi þórs mostraskeggs hefur fundið alveg brilljant laus á þessu stórtæka vandamáli...; eins og alþjóð veit þá eru skagamenn bílasnobbarar... ég meina.. ekkert að því ss hver bær hefur sinn djöful að draga (stykkishólmur á ekkert ía í fótbolta og engan sementstromp svo no offence friends!) en anyway.. það er ótrúlegt... það skiptir ekki máli hvort húsið þitt er að hrynja, þakið leki og börnin eigi ekki sokka. fjölskyldan SKAL vera á nýjum bíl... þar koma þrír til greina; lexus, benz eða bmw! unnur benti okkur því á þá gróðarvænlegu fjáröflunar leið að froðubóna bimmana á bikiníi fyrir utan vistina,. með þessu á öllum okkar þjáningum að ljúka og við verðum án efa ekki síðri fréttir en þegar garðar gunnlaugs trúlofaðist kærustunni. ég sé ss fram á nauðsynlegar fjáröflunaraðgerðir á tæní bikiníi annaðhvort úfin og tætt í roki og rigningu a la skaginn eða 10 stiga gaddi með freðnar tær og bláar varir...
skráning hafin, hvortsemer fyrir bílaeigendur eða blanka námsmenn
hrefna

04 mars 2004

vistarlífið er ekki tekið út með sældinni.. hingað til hefur þó sambýli mafíunnar gengið vonum framar... en nú er aldeilis öldin önnur... þetta hófst allt eitt venjulegt mánudagskvöld þegar við systur vorum í koddaslag.. ég meina allt voða kózí og svona þið getið ímyndað ykkur þvengmjóar tjikkz á nærbuxunum og fiður út um allt...;) þetta gekk dálítið lengra hjá lillý og aj sem voru farnar að slást með það sem þær fundu í ísskápnum...i know...ok.. aj grípur það sem hendi er næst, sem btw er remúlaði (sem við borðum með fiskibollum ahh) og klínir því á lappirnar á lillý, sem er ekki sátt eins og gefur að skilja.... þar við situr þennan dag... en lillý er í hefndarhug og daginn eftir læðist lillýin inn þegar hrefnan er að taka sér síðdegislúr og aj er einhversstaðar úti.. til að gera langa sögu stutta þá er kornfleks út um allt undir lakinu í rúminu hennar aj, hún er búin að sofa í sofanum í tvær nætur og ekki hægt að pissa í herbergi 203 þar sem klósettið er útatað í kokkteilsósu.. þær eru actually þrjóskari en andskotinn því hvorug ætlar að þrífa draslið...


fva vs. versló (landsbyggðin vs. reykjavík?) í gettóíþróttahúsinu við vesturgötu á akranesi kl: 1600
í sjónvarpi allra landsmanna kl 2010

síðar
hrefna
(alveg í spreng)

03 mars 2004

ef rauða skeggið fær að dafna áfram mun félagi minn mcgunner líta svona út innan skamms ;) ... var egill skallagrímsson ekki mcgunner?...
síðar
hrefna


02 mars 2004

mafían eiginlega meira og minna hálflasburða þessa dagana, við aj sváfum af okkur daginn. vantar núna mat, frí og mömmu mína...
síðar
hrefna dögg

01 mars 2004

er farin að safna flöskum og dósum, búin að skipuleggja gjörning sem ég ætla að rukka morðfé inn á og stofna reikning fyrir hvern þann sem vill styrkja... langar nefnilega svooo að fara með sindranum og margréti þórhildi á tónleika..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?